Ego – Fjöllin Hafa Vakað lyrics

Fjöllin hafa vakað í þúsund ár.
Ef þú rýnir inn í bergið sérðu glitra tár.
Orð þín kristaltær drógu mig nær og nær.
Ég reyndi að kalla á ástina
sem úr dvalanum reis í gær.

Þú sagðir mér frá skrýtnu landi fyrir okkur ein.
Þar yxu rósir á hvítum sandi og von um betri heim.
Ég hló, þú horfðir á; augu þín svört af þrá.
Ég teygði mig í himinninn,
í tunglið reyndi að ná.

Sá er talinn heimskur sem opnar sína sál,
ef hann kann ekki að ljúga, hvað verður um hann þá?
Undir hælinn verður troðinn, líkt og laufblöðin smá.
Við hræðumst hjarta hans
og augun blá.

Submitted by Guest